Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Svæðið er um 11 hektarar að stærð og markast af Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabraut að vestanverðu. Í tillögunni er gerð grein fyrir nýjum og núverandi lóðum, byggingarreitum og samgöngumálum.
Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð og fornleifaskýrslu liggur frammi í Ráðhúsi Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga frá og með 2. maí til og með 14. júní næstkomandi. Einnig eru gögnin aðgengileg á vef Húnaþings vestra.
Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 14. júní 2017 til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.