Upp er kominn frisbígolfvöllur á Hvammstanga
Upp er kominn níu körfu frisbígolfvöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.
Öllum frjálst að byrja að spila þó enn sé eftir vinna við svæðið, s.s. við slátt og hirðingu í kringum teigana.
Einnig eru komnar upp tvær körfur á Bangsatúni sem upplagt er að byrja að æfa köstin á, eða spila púttleiki.
Hægt verður að kaupa frisbígolfdiska í heimabyggð.
Kort af frisbígolfvellinum.
/SMH