Veðurheppni og frábært skíðafæri

Skíðasvæði Tindastóls. MYND.SIGURÐUR HAUKSSON
Skíðasvæði Tindastóls. MYND.SIGURÐUR HAUKSSON
Það var frábær tímasetning á snjónum í Tindastól og opnun skíðasvæðisins þó vissulega hefðu einhverjir kært sig um að það hefði gerst fyrr. En snjórinn kom og hægt var að opna skíðalyftuna á skíðasvæði Tindastóls í tæka tíð áður en vetrarfrí í skólum landsins byrjaði.
 

Aðsóknin hefur verið frábær á skíðasvæðinu síðustu tvær vikurnar. Bæði heimamenn og aðkomufólk, einstaklega heppin með veður dag eftir dag og frábært færi. Vetrarfrísdagarnir voru sérstaklega vel nýttir og voru þá að heimsækja fjallið um 600 manns á dag sagði Sigurður Hauksson staðarhaldari skíðasvæðis Tindastóls. „Það er bjart framundan og nægur snjór, efra svæðið hefur verið tekið í notkun líka,“ bætir Sigurður við. Tindastuð verður svo á sínum stað, árlegur skíða og tónleikaviðburður 23.mars og er miðasala hafin á það á tix.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir