Viðbragðshópur vegna áhrifa kuldatíðar á landbúnað tekur til starfa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2024
kl. 14.41
Settur hefur verið á laggirnar viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Þar sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra. Fleiri kunna að koma að verkefninu eftir því sem því vindur fram. Hópurinn fundaði nú í morgun en fyrir liggur að kuldakastið hefur þegar haft verulega neikvæð áhrif á starfsemi bænda, bæði til skemmri og lengri tíma.
Meira