Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingu á rekstri póstþjónustu í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
26.03.2024
kl. 08.48
Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði í gærdag og sendi frá sér bókun í kjölfar ákvörðunar Póstsins að loka pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars. Þar kemur fram að byggðarráð harmar einhliða ákvörðun Íslandspósts um skerðingu starfsemi sinnar í Húnaþingi vestra. Auk þess að breytingin feli í sér niðurlagningu 2,5 stöðugilda á pósthúsinu þá sé með ákvörðuninni gengið gegn tveimur meginmarkmiðum stjórnvalda í byggðamálum; annars vegar að innviðir mæti þörfum samfélagsins og hins vegar að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.
Meira