V-Húnavatnssýsla

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira

Verbúðin í boði VG! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ég segi mig úr VG vegna svika flokksins við eigin sjávarútvegsstefnu! VG er að færa grásleppuna yfir í gjafakvótakerfið í nafni sérhagsmuna og almannahagsmunir og og stjórnarskrávarin atvinnuréttindi eru fótum troðin. Ekkert í verndun fiskistofna kallar á kvótasetningu með framsali né heldur það að fénýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í þágu fjármagnseigenda.
Meira

Húnvetningar upp fyrir miðju

Kormákur/Hvöt og Tindastóll voru í eldlínunni í fótboltanum í dag og spiluðu bæði á útivelli. Húnvetningar nældu í mjög mikilvæg þrjú stig suður með sjó en Stólarnir urðu að sætta sig við jafnan hlut í leik sínum gegn Árborg á Selfossi.
Meira

Indverskur kjúklingaréttur með jógúrtsósu

Matgæðingar vikunnar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Sólrún er fædd og uppalin á Hofsósi en Óli er úr Mosfellsbænum. Þau hafa búið saman á Hofsósi frá byrjun 2019 og eiga þrjár dætur, þær Freyju, Hörpu og Karólínu.
Meira

Byggðastofnun hefur lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna

Þann 19. júní var Kvennréttindadagurinn sem er hátíðs- og baráttudagur kvenna á Íslandi sem haldið hefur verið upp á frá því að konur fengu fullan kosningarétt til jafns á við karla. Á heimasíðu Byggðastofnununar var birt frétt í tilefni dagsins en þar segir að á síðustu tíu árum hefur stofnunin lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna í landsbyggðunum í gegnum sérstakan lánaflokk, “Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna”.
Meira

Grilluð hörpuskel og pastasalat

Matgæðingar vikunnar í tbl 28 í fyrra voru Steinunn Gunnsteinsdóttir og Jón Eymundsson en þau búa í Iðutúninu á Króknum. Þau eiga þrjú börn og Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón hjá K-Tak.
Meira

Húnaþing vestra leitar eftir nýjum sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi leiðtoga til að leiða umhverfis-, veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Meginverkefni sviðsins eru nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa, umhverfis- og hreinlætismál, umsjón með fasteignum í eigu þess ásamt reksturs þjónustumiðstöðvar. Sviðsstjóri heyrir beint undir sveitarstjóra og situr í framkvæmdaráði sveitarfélagsins.
Meira

HIP Fest brúðuleikhúshátíðin hafin á Hvammstanga

HIP Festival fór í gang á Hvammstanga í hádeginu og var fyrsti dagskrárliðurinn Brúðuhádegi með Merlin brúðuleikhúsinu. Nú undir kvöld fer dagskráin síðan á fullt með fjölmörgum viðburðum en setningarathöfn hátíðarinnar verður í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:30 í kvöld.
Meira

Úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á vef Húnaþings vestra segir að Byggðarráð samþykkti úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir árið 2024 á 1216. fundi sínum sem fram fór þann 19. júní sl. Alls bárust fjórar umsóknir í sjóðinn. Samtals var óskað eftir kr. 5.519.500. Til úthlutunar voru 2 milljónir.
Meira

Jónsmessuhátíð FHS í Árgarði

Hin árlega Jónsmessuhátíð Félags harmonikuunnenda í Skagafirði verður haldin um helgina í félagsheimilinu Árgarði og byrjar fjörið á dansleik í kvöld kl. 20:00. Hljómsveit félagsins, Norðlensku molarnir, spila fyrir dansi bæði í kvöld og á morgun, laugardag, ásamt gestahljómsveitum.
Meira