Úlfur Úlfur með nýtt myndband við lagið Myndi Falla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.02.2024
kl. 11.34
Vísir.is frumsýndi í dag myndband við lagið Myndi Falla af nýjustu plötu sveitarinnar, Hamfarapopp. Platan er fjórða plata rappdúettsins en hana skipa Skagfirðingarnir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur Guðmundsson. Í samtali við vísir.is segir Arnar Freyr „Við höfum gert nokkur helvíti góð myndbönd með Magga Leifs en þetta er okkar besta verk hingað til, ekki spurning,“ Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann á heiðurinn af eftirminnilegum myndböndum strákanna, meðal annars við lögin Tarantúlur, Brennum Allt og Bróðir.
Meira