V-Húnavatnssýsla

Frisbívöllurinn á Skagaströnd

Nú á dögunum voru feðgarnir Arnar Viggósson og sonur hans Snæbjörn Elfar í skemmtilegu brasi er þeir voru að koma upp teigum á frísbívöllinn á Skagaströnd. Völlurinn var tekinn í notkun þann 9. júní árið 2022 og stendur við tjaldsvæðið á svæðinu. Völlurinn er hannaður af þeim Arnari, Valtý Sigurðssyni og Grétari Amazen en hann er níu holur þar sem allar brautirnar eru par 3 nema ein sem er par 4 og heitir völlurinn Hólabergsvöllur.
Meira

Tveir laxar veiddust í Víðidalsá á opnunardaginn

Húnahornið er enn sem fyrr með puttann á veiðipúlsinum. Þar segir af því að veiðitölur frá helstu laxveiðiám landsins séu byrjaðar að birtast á vef Landssambands veiðifélaga. Laxveiðiárnar í Húnavatnssýslum hafa verið að opna hver af annarri, Blanda 5. júní, Miðfjarðará 15. júní og nú síðast Víðidalsá 18. júní. Tveir laxar veiddust á opnunardegi Víðidalsár og opnunarhollið náði að landa samtals sex löxum, sem er líklega dræmasta opnun í mörg ár. Af þessum sex löxum komu fjórir úr Fitjaá.
Meira

Sumarvæll í g-moll | Leiðari 23. tölublaðs Feykis

Í tvígang hefur Feykir birt sama textann ofan á forsíðumynd blaðsins síðustu vikurnar. Fyrst Sumarið er tíminn og stuttu síðar, örlítið kaldhæðnislegra, Sumarið er tíminn... yfir mynd af sumarhretinu mikla í byrjun júní.
Meira

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Rabarbarahátíð á Blönduósi þann 29. júní

Á Blönduósi í gamla bænum verður Rabarbarahátíð eða Rhubarb Festival haldin hátíðleg laugardaginn 29. júní frá kl. 12-17. Megin ástæða fyrir þessari skemmtilegu nýung er að heiðra minningu forfeðra okkar og formæðra sem nýttu rabarbarann eða tröllasúruna, eins og sumir kalla hann, mikið betur og þótti hin mesta búbót hér áður fyrr. Í dag vex rabarbarinn mjög víða í gamla bænum en er, því miður, lítið sem ekkert nýttur. Það er því tilvalið að vekja aftur upp áhugann á því að nýta hið fjölæra grænmeti sem rabarbarinn er og fræða fólk um sögu hans bæði hérlendis sem og erlendis.
Meira

Laddi og Jón Gnarr með Hvanndælsbræðrum í Hofi

Þar sem hæstvirtir Hvanndalsbræður hafa nú tengingu í Húnaþing vestra er allt í lagi að segja frá því að þeir hyggjast nú endurtaka leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi á Akureyri fyrir norðan í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið. Það er ekki útlit fyrir minna sprell að þessu sinni en Fjörleikahús Hvanndalsbræðra stígur á svið þann 21. september á slaginu 21.
Meira

Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.
Meira

Búminjasafnið í Lindabæ og Samgöngusafnið í Stóragerði búin að opna fyrir gesti

Bíla og tækjasöfn Skagafjarðar hafa nú opnað fyrir gesti en Búminjasafnið í Lindabæ opnaði þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 13-17. Samgöngusafn Skagafjarðar opnaði á laugardaginn var og er einnig opið alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Nýir sýningargripir bætast við söfnin á hverju ári og er einnig hægt að gæða sér á vöfflum og með því á báðum stöðum alla daga. 
Meira

Fínasta veður í dag, 17. júní

Á vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði hæg breytileg átt, þurrt og bjart veður og á hitinn að vera frá 10 til 16 stig á svæðinu. Það er því tilefni til að njóta dagsins utandyra í dag, 17. júní. 
Meira

Í dag er 80 ára lýðveldisafmæli Íslands

Í dag, 17. júní, eru 80 ár liðin frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira