V-Húnavatnssýsla

Skerða gæti þurft þjónustu sökum manneklu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar var fjallað um stöðu sumarafleysinga í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og eldra fólks í Skagafirði. Fram kemur í frétt á netsíðu Skagafjarðar þá vantar enn níu starfsmenn í afleysingar í hin ýmsu störf á öllum starfsstöðum málefna fatlaðs fólks og eldra fólks á Sauðárkróki og Hvammstanga. Um lögbundna mikilvæga þjónustu er að ræða og því mjög alvarlegt að ekki hafi tekist að fá fólk til starfa.
Meira

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Það þarf enginn að efast um mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Löngu áður en slík mál komust í hámæli hjá almenningi eða náðu útbreiðslu í allri stjórnmálaflórunni voru þetta hennar hjartans mál og í raun ein ástæða þess hún hóf stjórnmálaþátttöku. Íslensk náttúra og umhverfismál skipta þjóðina afar miklu máli og því er mikilvægt að forseti Íslands sé manneskja sem hefur sýnt það í orðum og gjörðum að hún beri hag náttúrunnar fyrir brjósti.
Meira

Brauðréttur og súkkulaðikaka

Matgæðingar í tbl 27, 2023, voru þau Ingunn Sandra Arnþórsdóttir og Birgir Ingvar Jóhannesson. Ingunn er fædd og uppalin á Sauðárkróki en Birgir á Hofsósi en þau búa nú á Sauðárkróki. Ingunn er í fæðingarorlofi eins og er en vinnur hjá Landgræðslunni og Birgir vinnur hjá Vinnuvélum Símonar. Ingunn og Birgir eiga saman tvö börn, Rúrik Leví 6 ára og Anneyju Evu eins og hálfs árs.
Meira

Hafnfirðingar stálu stigi á Blönduósi

Það var hátíð í bæ á Blönduósi í dag þegar Kormákur/Hvöt spilaði fyrsta leikinn þetta sumarið á alvöru heimavelli. Það voru Haukar úr Hafnarfirði sem skutust norður í sumarið og þeir höfðu eitt stig upp úr krafsinu, stig sem að alhlutlausum heimamönnum þóttu þeir ekki eiga skilið. Lokatölur 1-1 og Húnvetningar í áttunda sæti með fjögur stig líkt og Þróttur úr Vogum en með betri markatölu.
Meira

Mexikósk panna og mjólkurlaus ís

Þau Regína Valdimarsdóttir og Stefán Þór Þórsson voru matgæðingar vikunnar í tbl 26. Regína og Stefán eru gift og eiga tvö börn, Yrsu 9 ára og Valdimar 3 ára. Stefán er fæddur og uppalinn í Háfi sem er bóndabær rétt fyrir utan Þykkvabæ en Regína er ættuð úr Skagafirðinum en uppalin í Garðabæ. Regína er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í lögfræði og opinberri stjórnsýslu. Starfar hann sem teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Stefán Þór er húsasmiður og er einnig í iðnmeistaranámi og starfar sem smiður hjá Trésmiðjunni Ýr. Þau elska mexíkóskan mat og ís og hafa eftirfarandi uppskriftir slegið í gegn á heimilinu. 
Meira

Alls brautskráðust 124 nemendur frá FNV í gær

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 45. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí 2024 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 124 nemendur af eftirtöldum námsbrautum en alls voru gefin út 151 prófskírteini:
Meira

Doritos kjúklingur og gamla góða eplakakan

Meira

Skiptir skipulag máli?

Skipulagsgögn eiga að tryggja samráð við almenning og öll eiga að hafa tækifæri til þess að hafa áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga. Öll hafa aðgengi að skipulagsáformum og leiðum til að koma skoðunum sínum á framfæri áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar og er mikilvægt að nýta sér það. Ábendingar og mótmæli íbúa og hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á skipulagsáformum eða að hætt sé alfarið við þau.
Meira

Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.
Meira

Davis Geks áfram með Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gaf frá sér tilkynningu fyrir stuttu að samið hafi verið við Davis Geks um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili 2024-2025. Davis Geks samdi fyrst við Tindastól í febrúar 2023 og varð hann Íslandsmeistari með liðinu það ár.
Meira