Jákvæður viðsnúningur hjá Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
11.05.2024
kl. 00.55
Húnahornið greinir frá því að Húnaþing vestra hafi í fyrra skilað 77,6 milljón króna rekstrarafgangi og er það umtalsvert betri niðurstaðan en fjárhagsáætlun ársins með viðaukum gerði ráð fyrir. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 86 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Helsta skýringin er söluhagnaður rekstrarfjármuna sem nam 64,4 milljónum. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins neikvæð um 86 milljónir.
Meira