Að kveikja á eigin krafti – að mæta áskorunum af jákvæðni og opnum huga

17. nóvember kl. 17:00-19:00 Hvað er að gerast Vefnámskeið
17 nóv

Farskólinn kynnir námskeiðið -Að kveikja á eigin krafti, að mæta áskorunum af jákvæðni og opnum huga.

Námskeiðið byggir á grunni lífsþjálfunar með það að markmiði að þátttakendur öðlist fleiri hagnýt verkfæri til að bregðast við ólíkum áskorunum, óvissu eða breytingum með yfirvegun, forvitni og ábyrgð.

  • Að efla seiglu og viðbragðsgetu í óvæntum eða krefjandi aðstæðum
  • Að auka getu til að bregðast við breytingum af jafnvægi og sjálfsöryggi
  • Að rækta innri styrk, jákvæðni og forvitni
  • Að efla viðhorf um sveigjanleika og skapandi lausnarleit

Leiðbeinandi: Huld Aðalbjarnardóttir, lífsþjálfi.

Skráning er hér

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.