Bogomil og Snillarnir
Reddið nú pössun fyrir heimalinginn og drífið ykkur á alvöru vorfagnað "Hvítasunnu Stórtónleikar á Hótel Laugarbakka" með Bogomil Font og Snillunum, þar sem leiknar verða gamlar og nýjar perlur. Við erum að tala um Marsbúa, Cha cha, og Kaupakonunni hans Gísla í Gröf yfir í Sjóddu frekar egg og Skítaveður ásamt fjölda annarra nýrra og ellismella. Hljómsveitin er ekki af aftari endanum enda valinn maður í hverri stíu, Pálmi Sigurhjartarson á píano, Einar Scheving á trommur, Jóel Pálsson á saxofón og Birgir Steinn Thoroddsen á Bassa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.