Allir með
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Aðsendar greinar
27.05.2025
kl. 13.26
UMSS, Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) boða til vinnustofu fyrir forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir. Á vinnustofunni ætlum við að ræða hvernig við getum komið af stað skipulögðum æfingum eða komið fötluðum og þeim sem finna sig ekki í almennum íþróttum betur inn í það íþróttastarf sem er nú þegar í boði í Skagafirði.
Hér í Skagafirði hefur verið takmarkað framboð í boði af íþróttum fyrir fatlaða en íþróttastarf í Skagafirði er mjög fjölbreytt og því mikil sóknarfæri í að efla íþróttir fyrir fatlaða.
Það er ósk um að sem flestir sjáið sér fært um að mæta í Hús frítímans 2. júní kl. 17:00 þar sem við getum átt góða stund, deilt sjónarmiðum okkar og tekið þátt í að efla íþróttastarf fyrir fatlaða í Skagafirði. Vinnustofan er fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að efla íþróttastarf fyrir fatlaða og þá sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi.
Dagskrá:
Kl. 17:00 – Setning vinnustofu
Kl. 17:05 – Valdimar, Allir með
Kl. 17:20 – Annika, Júdódeild Tindastóls
Kl. 17:35 - Erindi frá foreldri
Kl. 17:50 - Anna Karolína, Íþróttasamband Fatlaðra
Kl. 18:05 - Vinnuhópar og umræður
Kl. 18:50 – Samantekt
*Athugið dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
SKRÁNING - Vinsamlegast skráið ykkur hér https://forms.office.com/e/GARewKxVxE
En hvað er þetta „Allir með“? Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggja ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.
Verkefnið er styrkt af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Íþróttahreyfingin sér um framkvæmd verkefnisins sem verður unnið á tímabilinu 2023 – 2025.
Hvert er markmiðið?
Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna.
Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap
Verkefnið fór af stað í byrjun árs 2023 og var Valdimar Gunnarsson ráðinn verkefnisstjóri og hefur hann aðsetur á Skrifstofu ÍF