Farið verður yfir hvernig er hægt að prenta út í 3D og nota til þess marga liti. Stuðst verður við forritið Prusa Slicer sem er frítt og allir geta svo nýtt sér áfram heima fyrir.
Nemendur fá að spreyta sig á hugmynd að eigin vali og svo verður það prentað út.
Fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur og lengra komna. Námskeiðið er kennt 24. og 26. nóvember.
Leiðbeinendur : Jan Dąbrowski og Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir
Skráning er hér
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.