Jólastemning á Hólum
13. desember kl. 12:00-16:00
Hvað er að gerast
Hólar í Hjaltadal
13
des
Helgina 13. og 14. desember verður upplagt að leggja leið sína á Hóla í Hjaltadal og njóta notalegrar jólastemningar. Hátíðarblær verður yfir bænum þar sem gestir geta notið menningar, handverks, ljúffengra veiting og útivistar á þessum fallega og sögufræga stað.
Laugardaginn 13. desember verður hátíðarstemning hjá Sögusetri íslenska hestsins og Bjórsetri Íslands:
Opið hús hjá Sögusetri íslenska hestsins kl. 12-16:
- Ókeypis aðgangur á sýningar safnsins
- Jólamarkaður og fleira skemmtilegt á efri hæð hússins
- Eldur verður tendraður utandyra og boðið verður upp á ýmis konar góðgæti
Bjórsetrið opnar kl. 15 og þar verður hægt að kaupa ljúffenga jólaglögg til að ylja sér.
Þá verður sunnudaginn 14. desember jóladagskrá kl. 13-15 í Hringversskógi.
Nánari upplýsingar má sjá á viðburðinum hér: https://fb.me/e/3T6Xctz7s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.