Fjölmenni á upplestri á aðventu
Fjölmenni var við Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu síðastliðinn sunnudag 7. desember. Þar mættu þau Reynir Finndal Grétarsson sem las upp og kynnti bækur sínar Fjórar árstíðir sem er ævisaga og glæpasöguna Líf.
Birgitta Halldórsdóttir kynnti og las upp úr bókinni Horft til stjarnanna sem mun koma út sem hljóðbók í janúar n.k. og Þórdís Einarsdóttir kynnti og las upp úr ljóðabók sinni Unglingur á hafi úti.
Mikil stemning og ljúft andrúmsloft myndaðist á milli gesta og höfunda og í lokin þáðu viðstaddir heitan súkkulaðidrykk og smákökur í anda jólanna.
/Fréttatulkynning
