Jólatöfrar

24. nóvember kl. 17:00-21:00 Hvað er að gerast Hvammstangi
24 nóv

Farskólinn kynnir námskeiðið - Jólatöfrar.

Í aðdraganda jólanna er skemmtilegt að búa til sínar eigin jólakræsingar til að njóta eða gefa. Tilvalið til að gera vel við vini og ættingja eða á sjálft jólaborðið með fjölskyldunni.

Á námskeiðinu lærir þú m.a. að innbaka gæsapaté, útbúa glæsilegt sjávarréttasalat, útbúa heimagert rauðkál og peru cuthney.

Leiðbeinandi: Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari.

Skráning er hér

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.