Kvöldstund með höfundi

9. október kl. 20:00-21:00 Hvað er að gerast Safnahúsið við Faxatorg
9 okt

Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, kemur til okkar á bókasafnið fimmtudagskvöldið 9. október kl. 20.og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi. Við heyrum af ólíkindatólinu, skipstjórafrúnni Grímu, úr samnefndri bók, af komplexaða líffræðinemanum Valborgu úr sögunni Djúpið, af baráttukonunni Gratíönu Hansdóttur úr tvíleiknum Hansdætur og Gratíana og af miðaldra hárgreiðslukonunni Rósu úr bókinni Speglahúsið sem er orðin þreytt á að snúast í kringum uppkomin börn sín. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.