Sigríður Ellen Arnardóttir tekur við starfi Mannauðs- og fjármálastjóra hjá Steinull hf.
Sigríður Ellen er með B.Sc. próf í viðskiptafræði, frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig með Cand. Oecon gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og löggildingu í endurskoðun frá 2022.
Hún hefur starfað undanfarin sjö ár sem Verkefnastjóri á endurskoðunar- og uppgjörssviði KPMG hf. á Sauðárkróki og þar áður hjá Vinnumálastofnun / Íbúðarlánasjóði, á Sauðárkróki. Sigríður Ellen hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni hér á Sauðárkróki og nágrenni frá árinu 2005.
Sigríður Ellen tekur við starfinu hjá Steinull, af Trausta Jóel Helgasyni, 1. október 2025.