Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sendir frá sér nýja ljóðabók

Komin er út hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Hugurinn á sín heimalönd eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Hér er um ljóðabók að ræða sem jafnframt er áttunda kveðskaparbók Rúnars. Bókin er kilja, 194 blaðsíður að stærð.

Yrkisefni eru nokkuð fjölbreytt og ort er með stuðluðum og rímuðum hætti, eins og höfundi er eiginlegt. Höfundi liggur margt á hjarta og vill deila því með lesendum sínum. Flest það fólk sem kann að meta ljóð, ætti að geta fundið eitthvað í þessari bók við sitt hæfi.

Fyrir tveimur árum kom út hjá Sæmundi bókin Fjörusprek og Grundargróður eftir Rúnar, álíka stór bók. Bækur Rúnars eru þá alls orðnar tíu talsins.

Fleiri fréttir