Námskeiðið fjallar um þann fjársjóð sem leynist í fræi trjá- og blómplanta, hvort sem þau eru ræktuð í garðinum eða vaxa villt í náttúrunni. Er nær dregur hausti og í byrjun vetrar þroskast fræ og með því að safna því og síðan sá er hægt að rækta sjálfur fjölda tegunda. Farið er yfir hvenær fræið nær fullum þroska, hvernig sé best að sá fræinu og rækta. Hvernig best sé að merkja fræið, mikilvægt að skrá tegundina, dagsetningu og hvar fræin voru tínd. Sum fræ þurfa kaldörvun til að spíra og farið er vel í hvernig hún á sér stað.
Leiðbeinandi: Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur
Skráning: https://farskolinn.is/namskeid/stettarfelog/
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.