7. febrúar kl. 09:00-15:00Hvað er að gerastSauðárkrókur
7feb
Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur taka með eigin saumavélar og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið er yfir nálar, tvinna og annað sem er gott að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma.
Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota.
Eins og svo oft áður í janúarmánuði þá eru Íslendingar enn eina ferðina að fara með himinskautum á einu allsherjar handboltatrippi. Það er auðvitað óvíst hversu lengi þessi víma endist en eftir svakalegan glansleik gegn Svíum síðastliðinn sunnudag má reikna með að væntingar um verðlauna-peninga hjá Íslendingum almennt séu miklar – svo ekki sé nú dýpra í árina tekið.
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-lystin hefur áður tekið fyrir tvær dömur í hljómsveitinni Skandal, þær Ingu Suska frá Blönduósi og Sóleyju Sif frá Skagaströnd, en nú er komið að þriðja og síðasta Norðvestlendingnum í þessari efnilegu fimm stúlkna hljómsveit. Röðin er því komin að Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur frá Tjörn í Skagabyggð að tækla Tón-lystina en hún er fædd árið 2006, spilar á þverflautu og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri líkt og aðrir meðlimir Skandals.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.