Saumanámskeið

7. febrúar kl. 09:00-15:00 Hvað er að gerast Sauðárkrókur
7 feb

Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur taka með eigin saumavélar og læra á þær. Þetta er einstaklingsmiðað námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi saumaskap; hvernig á að taka upp snið og breyta þeim. Farið er yfir nálar, tvinna og annað sem er gott að vita. Hægt er að koma með föt að heiman sem þörf er á að breyta eða laga. Þátttakendur sníða eina flík og sauma.

Þátttakendur þurfa að koma með saumavélar, skriffæri, reglustiku, fatakrít, málband, skæri, títuprjóna og efni sem þeir ætla að nota.

Leiðbeinandi: Kristín Þöll Þórsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.