Tröllabrúðusmiðja á bókasafninu

7. febrúar kl. 11:00-14:00 Hvað er að gerast Safnahúsið við Faxatorg
7 feb

Greta Clogh frá Hvammstanga heimsækir okkur með brúðusmiðju laugardaginn 7. febrúar kl. 11:00.

Þátttakendur búa til sína eigin tröllabrúðu úr endurnýtanlegu efni sem fellur til á heimilinu og efnum sem finnast í íslenskri náttúru.

Aðferðafræði safnamennsku og sjónlista er nýtt til að kynna leikbrúðuhönnun á skemmtilegan og skapandi hátt, fyrir fólk á öllum aldri, óháð reynslu.

Þessi spennandi vinnusmiðja hefur vakið áhuga fólks víða í Evrópu síðustu árin og verður nú í boði á Sauðárkróki.

 

Þar sem hámarksfjöldi þátttakenda er 20 þarf að skrá sig á netfanginu bokasafn@skagafjordur.is.

 

Börn 7 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.