26,5 milljónir í styrki á Norðurland vestra úr Húsafriðunarsjóði

Ketukirkja á Skaga byggð 1893–1896 en hönnuður hennar var Árni A. Guðmundsson, forsmiður og bóndi í Víkum á Skaga. Mynd: PF.
Ketukirkja á Skaga byggð 1893–1896 en hönnuður hennar var Árni A. Guðmundsson, forsmiður og bóndi í Víkum á Skaga. Mynd: PF.

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2019. Alls bárust 267 umsóknir en 202 verkefnum voru veittir styrkir, alls 301.499.000 kr. en sótt var um tæplega einn milljarð króna. Heildarúthlutun fyrir Norðurland vestra, var 26,5 milljónir. Styrkirnir eru í nokkrum flokkum og skiptist þannig á Norðurlandi vestra í þúsundum króna: Friðlýstar kirkjur 9.500, friðlýst hús og mannvirki 1.200, friðuð hús og mannvirki 12.700, önnur hús og mannvirki 350, rannsóknir 0 og loks verndarsvæði í byggð 2.750.

Hér fyrir neðan má sjá töflu fyrir styrkúthlutanir á Norðurlandi vestra en HÉR er hægt að sjá heildarúthlutun Húsfriðunarsjóðs.

Heiti Heimilisfang Póstnr. Staður Styrkur
FRIÐLÝSTAR KIRKJUR        
Fellskirkja   566 Hofsós 800
Holtastaðakirkja   541 Blönduós 4.000
Ketukirkja   546 Skagaströnd 1.500
Silfrastaðakirkja   561 Varmahlíð 1.300
Undirfellskirkja   541 Blönduós 400
Viðvíkurkirkja   551 Sauðárkrókur 1.000
Þingeyraklausturskirkja   541 Blönduós 500
FRIÐLÝSTAR KIRKJUR SAMTALS       9.500
         
FRIÐLÝST HÚS OG MANNVIRKI        
Riishús Borðeyri 500 Staður 1.200
FRIÐLÝST HÚS OG MANNVIRKI SAMTALS     1.200
         
FRIÐUÐ HÚS OG MANNVIRKI        
Hús Sigurðar Pálmasonar Brekkugata 2 530 Hvammstangi 2.500
Möllershús - Sjávarborg Spítalastígur 4 530 Hvammstangi 1.000
Verslunarminjasafnið Brekkugötu 4 530 Hvammstangi 300
Hillebrandtshús Blöndubyggð 2 540 Blönduós 700
Skólahúsið Sveinsstaðir 541 Blönduós 1.400
Gamla Íbúðarhúsið Kolkuós 551 Sauðárkrókur 2.500
Gamla sláturhúsið Kolkuós 551 Sauðárkrókur 500
Gamli bær Hraun á Skaga 551 Sauðárkrókur 1.200
Áshús Glaumbær 561 Varmahlíð 800
Tyrfingsstaðir Kjálka 561 Varmahlíð 1.800
FRIÐUÐ HÚS OG MANNVIRKI SAMTALS     12.700
         
ÖNNUR HÚS OG MANNVIRKI        
Gamla KH útibúið Blöndubyggð 1 540 Blönduós 350
ÖNNUR HÚS OG MANNVIRKI SAMTALS     350
         
RANNSÓKNIR        
RANNSÓKNIR SAMTALS       0
         
VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ        
Gamli bærinn á Blönduósi innan Blöndu     2.750
VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ SAMTALS     2.750
         
STYRKIR SAMTALS       26.500

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir