Á flæðiskeri staddur í Blöndu

Jeppinn sat fastur á steini í miðju Blönduvaði. Mynd: Facebooksíða Björgunarfélagsins Blöndu.
Jeppinn sat fastur á steini í miðju Blönduvaði. Mynd: Facebooksíða Björgunarfélagsins Blöndu.

Félagar í Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi fengu útkall um klukkan 20:00 á þriðjudagskvöldið en þá var bíll fastur á Vesturheiðarvegi (F734), 5 km frá Kjalvegi. Á Facebooksíðu Björgunarfélagsins Blöndu segir að þar hafi verið, einn á ferð, ferðalangur á Toyota lc og sat bíllinn fastur uppi á á steini í miðju Blönduvaði.

Hinn óheppni ferðamaður slapp með skrekkinn, ekkert amaði að honum en að vonum var hann þakklátur fyrir aðstoðina og hélt sína leið.

Fleiri fréttir