A- og N- listi í meirihluta í Húnavatnshreppi og Einar Kristján áfram sveitarstjóri

Ragnhildur Haraldsdóttir og Jón Gíslason
Ragnhildur Haraldsdóttir og Jón Gíslason

A-listi og N- listi hafa komust að samkomulagi um málefnasamning um myndun meirihluta í Húnavatnshreppi fyrir komandi kjörtímabil. Samningurinn var undirritaður fyrir fyrsta fund nýrrar sveitarstjórnar, þann 10. júní 2018. Jón Gíslason, oddviti A-lista, verður oddviti sveitarstjórnar og Ragnhildur Haraldsdóttir, oddviti N-lista, verður varaoddviti. Listarnir sammæltust um að endurráða Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra Húnavatnshrepps.

Listarnir telja að Húnavatnshreppur sé einstakt sveitarfélag með sterkar grunnstoðir. Hér eru góðir skólar og lífleg menning sem samanstendur af fjölbreyttum félagasamtökum og grasrótar-hreyfingum. Við höfum blómlegar sveitir. Við viljum auka fjölbreytni atvinnulífsins til að fjölga atvinnutækifærum og laða að fleiri íbúa. Við leggjum áherslu á jafnræði allra íbúa, ábyrgð og gegnsæja stjórnsýslu. Við munum leggja okkur fram um að sýna virkt aðhald í daglegum rekstri sveitarfélagsins. Að öðru leyti vísa listarnir í málefnasamning listanna sem verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gildi sem höfð verða að leiðarljósi eru ábyrgð, virðing og samvinna.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir