Aðstoðuðu ferðamenn á Kili

Vel gekk að komast til ferðamannanna og var þeim fylgt á leið til byggða. Mynd: Frá Björg­un­ar­fé­laginu Blöndu
Vel gekk að komast til ferðamannanna og var þeim fylgt á leið til byggða. Mynd: Frá Björg­un­ar­fé­laginu Blöndu

Björgunarsveitarmenn úr Björgunarfélaginu Blöndu voru kallaðir út fyrir skömmu þess erindis að koma erlendum ferðamönnum til aðstoðar en þeir höfðu fest bíl sinn á Kjalvegi, í grennd við Hveravelli. Ferðamennirnir voru á leið suður Kjöl á litlum Hyundai fólksbíl og ætluðu að skoða Gullfoss og Geysi. Fá þessu var sagt á mbl.is í gær.

Veðurskilyrði voru hin bestu og aðstæður góðar svo vel gekk að komast til ferðalanganna og losa bíl þeirra. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að ferðamennirnir hafi ekki áttað sig á um hvers konar veg var að ræða en Kjalvegur er fjallvegur, svokallaður F-vegur, og hefur verið ófær um tíma enda ekki þjónustaður af Vegagerðinni yfir vetrarmánuðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir