Aðventuhátíð á Blönduósi
Aðventuhátíð verður haldin í Blönduósskirkju fyrir allar sóknir Þingeyraklaustursprestakalls næstkomandi sunnudag, sem er sá annar í aðventu. Athöfnin hefst klukkan 16:00 og er lofað glæsilegri dagskrá í tali og tónum.
Meðal dagskrárliða munu kirkjukórar prestakallsins sameinast í söng, kveikt verður á kertum aðventukransins, ljóðalestur og hljóðfæraleikur. Þá mun Einar Kristján Jónsson sveitastjóri Húnavatnshrepps flytja hugvekju, fermingarbörn bera inn aðventuljósið og ýmislegt fleira verður á dagskránni.
Eftir aðventustundina mæta svo jólasveinar þegar kveikt verður formlega á jólatrénu fyrir utan kirkjuna.