Alvarlegt umferðarslys við Blönduós

Alvarlegt umferðarslys varð um kl.13.00 í dag skammt sunnan við Blönduós. Þar rákust saman tveir bílar sem komu úr gagnstæðum áttum. Samkvæmt Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru þrír slasaðir fluttir með þyrlu landhelgisgæslunnar.

Á síðunni segir að málið sé í rannsókn en búið er að opna þjóðveg 1 sem var lokaður í á aðra klukkustund. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar að svo komnu máli.

Fleiri fréttir