Birna Ágústsdóttir skipuð í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra

Birna Ágústsdóttir. Mynd:stjornarradid.is
Birna Ágústsdóttir. Mynd:stjornarradid.is

Dómsmálaráðherra hefur skipað Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra  frá 1. janúar næstkomandi.

Birna Ágústsdóttir lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur frá þeim tíma starfað sem löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra og verið staðgengill sýslumanns undanfarin tvö ár. Hefur hún meðal annars komið að uppbyggingu innheimtumiðstöðvar sýslumanna á landsvísu sem er hluti af þróun embættanna í átt að stafrænni framtíð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir