Hvar er draumurinn bráðnaði í sumarsólinni / BINNI RÖGNVALDS

Binni Rögnvalds er fæddur á því herrans eitís ári 1984. Hann er sonur Hrannar og Rögga Valbergs tónlistarkennara og organista og alinn upp á Króknum og býr þar í dag. Binni spilar aðallega á gítar en þó einnig á píanó, bassa og ýmis önnur hljóðfæri.

Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann vera að hafa árið 2011 gefið út plötuna A Little Trip með frumsömdum lögum og textum. Hann hefur spilað inn á ýmsar plötur, þar á meðal fyrir rapparann Ramses, og tekið þátt í allskonar tónleikum og giggum í gegnum árin og þá tók Binni þrisvar sinnum þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna, ávallt með frumsamin lög.

Hvaða lag varstu að hlusta á? Þá síðast ? - Held að ég hafi verið að hlusta á Drive með Incubus

Uppáhalds tónlistartímabil? Ég fíla ótrúlega margt,  er rosalegur 70´s maður þegar kemur að rokkinu , mjög veikur þó fyrir 80´s tímabilinu en tengi mjög við 90´s tímabilið þegar maður byrjaði að hlusta á tónlist fyrir alvöru.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég hef verið rosalega upptekinn við barnauppeldi þessa dagana þannig að flest öll tónlist sem ég heyri eru einhver intro í barnaþáttum eins og Latabæ og fleiru. Hef þó tæklað nýju plötuna með Radiohead og líkar vel.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Man sérstaklega eftir Deep Purple, Bítlunum og Emerson Lake and Palmer . Þetta hlustaði pabbi mjög mikið á. Einnig rámar mig í Hljóma, Björgvin Halldórs og fleiri góða.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Mig minnir að fyrsta platan sem ég hafi eignast hafi verið Hvar er draumurinn með Sálinni á vínyl. Skildi hana óvart eftir í gluggakistunni í Hvannahlíðinni þegar við fjölskyldan fórum í einhverja sólarlandaferð og hún bráðnaði.

Hvaða græjur varstu þá með? Plötuspilarann hans pabba.

Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf? Ég óskaði mér allt með Wu Tang Clan á unglingsaldrinum.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? She will be loved með Maroon 5 er eitt það allra versta sem ég veit um.

Uppáhalds Júróvisjónlagið? Innlent: Lífið er Lag með Módel (vann þó ekki) og erlent: My Star með Brainstorm

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? “We built this city” með hljómsveitinni Starship

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Barnið mitt sofa , þá hef ég fengið að sofa út.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Nú þegar ég hef séð Radiohead þá hef ég séð flest allt sem mig hefur langað að sjá – Ég segi bara Adele með konunni minni . Ég er algjör sucker fyrir Adele.

Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst kominn með bílprófið? Úff , sennilega eitthvað vont með Disturbed, eða eitthvað gott með Prodigy.

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera eða haft mest áhrif á þig? Thom Yorke og David Bowie hafa haft mest áhrif á mig í gegnum tíðina ... Roger Waters líka.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Á mjög erfitt með að velja á milli tveggja platna með Radiohead .. “The Bends” og “In rainbows” . Alls konar ástæður fyrir báðum og alltof flókið að fara út í þá sálma. Stórkostlegar plötur báðar tvær.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum?
Radiohead – Fake Plastic Trees
Placebo – Nancy Boy
Pink Floyd – The Final Cut
Elliott Smith – L.A
Sufjan Stevens – John Wayne Gacy
Sigur Rós – Ára Bátur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir