Biskup heimsækir Höskuldsstaðakirkju

Í Höskuldsstaðakirkju. Mynd:ismus.is
Í Höskuldsstaðakirkju. Mynd:ismus.is

Á miðvikudag í næstu viku, þann 26. september, mun biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, heimsækja Höskuldsstaðakirkju. Þar verður haldin stutt helgistund sem hefst klukkan 10:30 en að henni lokinni mun biskup vígja sögutorg sem hlaðið var í sumar í elsta hluta kirkjugarðsins á Höskuldsstöðum.

Sögutorginu er ætlað að gera gamla rúnalegsteininn í kirkjugarðinum við Höskuldsstaðakirkju sýnilegri ásamt því að stuðla að varðveislu hans til framtíðar. Steinn þessi er meðal elstu tímasettu rúnalegsteina sem fundist hafa á Íslandi og jafnframt einn sá stærsti. Á steininum er rúnaáletrunin her : huilir : sira : marteinn : prestr og mun hann vera á leiði Marteins Þjóðólfssonar sem var prestur á Höskuldsstöðum á 14. öld. Steinninn hefur lengi verið  hulinn mold en 1910 er þess getið við vísitasíu að hann hafi komið í ljós. 

Sóknarnefnd Höskuldsstaðakirkju býður alla velkomna að koma og til þessarar stundar og þiggja kaffiveitingar að henni lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir