Björgunarsveitir kallaðar út í morgun

Myndirnar tók Daniel Þór á Holtavörðuheiði í morgun. Myndin tekin af FB Húna.
Myndirnar tók Daniel Þór á Holtavörðuheiði í morgun. Myndin tekin af FB Húna.

Í morgun voru björgunarsveitirnar Húnar, Heiðar og Blanda kallaðar út vegna ferðalanga sem voru í vandræðum á Holtavörðuheiði. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru á suðurleið. Á Facebooksíðu Húna kemur fram að vel hafi gengið að hjálpa þeim niður en veðrið var kolvitlaust um tíma.

Þá fékk Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð það verkefni í morgun að loka Öxnadalsheiði en þar var mikið óveður og ófærð en nú klukkan 13:30 er enn ófært yfir heiðina. Einnig er Þverárfjallsvegur ófær. 
Veðrið er nú víðast hvar að ganga niður og á að verða skaplegt í kvöld svo óhætt er að kíkja á björgunarsveitirnar og kaupa flugelda fyrir kvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir