Byggðarráð Blönduósbæjar ræðir um móttöku flóttafólks

Blönduós. Mynd: Blonduos.is
Blönduós. Mynd: Blonduos.is

Byggðaráð Blönduósbæjar tók fyrir, á fundi sínum í síðustu viku, erindi frá velferðarráðuneytinu varðandi móttöku á flóttafólki. Í erindinu er Blönduósbæ boðið að taka á móti sýrlenskum flóttamönnum og ennfremur tíundaður sá kostnaður sem ríkissjóður greiðir fyrir fyrsta árið eftir komu flóttafólks til landsins. 

Í fundargerð byggðaráð segir að tekið hafi verið jákvætt í erindið með þeim fyrirvörum sem settir hafi verið varðandi húsnæði og aðra þætti. Þá sé mikilvægt að kynna verkefnið vel fyrir stjórnsýslu, stofnunum og öllum þeim sem að málum þurfi að koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir