Ekkert Covid á Norðurlandi vestra

Tafla af covid.is 25. nóvember 2020.
Tafla af covid.is 25. nóvember 2020.

„Það er ástæða til að fagna áfangasigri hjá okkur á Norðurlandi vestra. Tafla dagsins er einstaklega ánægjuleg og vonumst við að hún haldist svona áfram,“ segir í tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra en hnykkt er á því að til þess að svo verði áfram þurfa allir að halda vöku sinni og huga áfram að einstaklingsbundnu sóttvörnum, „ … því að almannavarnir í þessu tilfelli byrja heima!“

Staðan er sem sagt þannig á Norðurlandi vestra að enginn situr í einangrun né sóttkví. Hins vegar eru 176 einstaklingar í einangrun á landinu öllu flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 138 manns, 22 á Norðurlandi eystra, níu á Vesturlandi, fjórir á Suðurnesjum og einn á Austurlandi. Í sóttkví situr 291 einstaklingur á landinu öllu, flestir á höfuðborgarsvæðinu einnig.

Sjö innanlandssmit greindust sl. sólarhring og dvelja nú 45 manns á sjúkrahúsi og tveir eru á gjörgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir