Ekki fleiri fjarfundi

Atli Fannar og spurning ársins. MYND AF FB
Atli Fannar og spurning ársins. MYND AF FB

ÁR ÞÚ VEIST HVAÐ :: „Að vinna heima er ekki eins eftirsóknarvert og áður var talið,“ segir fjölmiðlaséníið Atli Fannar Bjarkason þegar hann er spurður að því hver uppgötvun ársins hafi verið. Atli Fannar býr í Vesturbænum, er ættaður frá Sjávarborg í Skagafirði í móðurætt og starfar nú sem samfélagsmiðlastjóri RÚV. Hann notar skó númer 43 og súmmerar upp árið 2020 með eftirtöldum þremur orðum: „Ekki fleiri fjarfundi.“

Hver er maður ársins? Hildur Guðnadóttir með öll sín Grammy- og Óskarsverðlaun.

Hver var uppgötvun ársins (fyrir utan bóluefni við þú veist hvað)? Að vinna heima er ekki eins eftirsóknarvert og áður var talið.

Hvað var lag ársins? Bríet átti lög ársins og ef ég á að velja eitt þá er það Sólblóm. Ótrúlega fallegt lag með ótrúlega fallegum texta.

Hvað var broslegast á árinu? Hvernig þjóðin breytist reglulega í sérfræðinga á ýmsum sviðum, eftir því hvernig vindar blása.

Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki geta gert á árinu vegna þú veist hvaðÉg hefði átt að vera duglegri við að hreyfa mig. Það var auðvelt í fyrstu bylgjunni en sú þriðja var samfellt samviskubit. Náði vopnum mínum þó aðeins í desember þegar ég setti upp leynilega líkamsræktarstöð í öðru póstnúmeri.

Varp ársinsQueens Gambit. 

Matur eða snakk ársins? Samloka með skinku og osti í samlokugrilli og pítusósa til hliðar. Hádegismatur upp á dag í öllum bylgjunum.

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Orðinu: „heimkomusmitgát“. 

Hver var helsta lexía ársins? Við eigum ótrúlega auðvelt með að aðlagast. Skelltu okkur í samkomubann og rautt sóttvarnarstig og lífið er samt bara fínt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir