Elísa Bríet valin í lokahóp U-16

Elísa Bríet. Mynd tekin af Stuðningamannasíðu Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Elísa Bríet. Mynd tekin af Stuðningamannasíðu Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Elísu Bríet Björnsdóttur þekkja flestir Tindastóls aðdáendur í knattspyrnu vel en hún er uppalin á Skagaströnd og spilaði með Kormáki/Hvöt/Fram þar til hún skipti yfir í Tindastól árið 2021.
 
Nú hefur Elísa Bríet skrifað undir þriggja ára samning við Tindastól, sem eru gleðifréttir fyrir félagið, því hún spilaði með nokkrum flokkum Tindastóls síðasta sumar, 3fl., 2fl. og meistaraflokki og gerði vel í Bestu deildinni. Elísa er ein af efnilegustu stúlkum landsins og hefur nú verið valin í U-16 landslið Íslands sem heldur til Írlands 9. - 16. mars nk. og tekur þátt í UEFA móti sem haldið er þar.  
 
Feykir óskar henni til hamingju með að hafa verið valin í U-16 og vonandi gengur vel úti. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir