Endurskoðun á aðalskipulagi Skagastrandar

Frá Skagaströnd. Mynd af vef Skagastrandar.
Frá Skagaströnd. Mynd af vef Skagastrandar.

Hjá sveitarstjórn Skagastrandar er nú hafin vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.  Í nóvember á síðasta ári var haldinn kynningarfundur um verkefnið þar sem íbúum var gefinn kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Nú er lýsing á endurskoðun aðalskipulags Skagastrandar 2010-2022 kynnt á vef sveitarfélagsins.

Í inngangi segir að lýsingin sé verkáætlun um mótun tillögu að endurskoðun á gildandi aðalskipulagi þar sem tildrögum og forsendum skipulagsgerðarinnar er lýst og áherslur sveitarstjórnar dregnar fram ásamt tímaáætlun skipulagsferilsins. Með lýsingunni sé verkefnið kynnt til að auðvelda íbúum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta að taka þátt í mótun á endurskoðaðri skipulagsáætlun og koma athugasemdum á framfæri. 

Helstu ástæður endurskoðunarinnar eru m.a. sagðar vera þær að skipulagstímabil gildandi aðalskipulags er til ársins 2022 og því kominn tími á endurskoðun, ný skipulagslög og -reglugerð hafa tekið gildi og kalla á ákveðna uppfærslu í framsetningu aðalskipulags og að Alþingi hefur staðfest landsskipulagsstefnu sem taka ber mið af við gerð skipulagsáætlana. Einnig hafa orðið breytingar í sveitarfélaginu á skipulagtímabili gildandi aðalskipulags og fyrirhugaðar eru breytingar í samgöngukerfi í landshlutanum sem kalla á nýja stefnumótun.

Gert er ráð fyrir að vinna við aðalskipulagið verði í gangi fram eftir árinu 2021 og munu gefast nokkur tækifæri til að koma upplýsingum og sjónarmiðum á framfæri.

Lýsinguna má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir