Fannar Örn Kárason spilar með Úrvalsliði Norðurlands

Fannar Örn Kárason. Myndir tekinar af Stuðningsmenn Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Fannar Örn Kárason. Myndir tekinar af Stuðningsmenn Knattspyrnudeildar Tindastóls.

Þessa dagana eru nokkur ungmenni fædd 2010 frá Knattspyrnudeild Tindastóls á æfingum í Boganum á Akureyri en þau hafa verið á reglulegum æfingum hjá Hæfileikamótun KSÍ í vetur.

Þær stúlkur sem hafa æft með æfingahópnum eru þær Emilía Ragnheiður Barðdal Róbertsdóttir, Dagmar Helga Helgadóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir og voru þær, í gær, miðvikudaginn 21. febrúar, á stífum æfingum. Þann 26. febrúar æfa drengirnir Fannar Örn Kárason og Ágúst Ingi Benediktsson með sínum æfingahóp, einnig í Boganum. Öll þessi flottu ungmenni hafa verið á reglulegum æfingum með sínum hóp í vetur og staðið sig einstaklega vel. Þá var Fannar Örn Kárason valinn til að spila með Úrvalsliði Norðurlands í Boganum, þennan sama dag, sem eru frábærar fréttir.

Til hamingju með árangurinn krakkar - ÁFRAM TINDASTÓLL

 

 

    

Emilía Ragnheiður - Dagmar Helga - Jóhanna Guðrún - Ágúst Ingi 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir