Fjögur fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra á innan við viku

Það sem af er vikunnar hafa komið upp tvö fíkniefnamál hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra en skammt er frá því að önnur tvö komu inn á borð hennar. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna.

Á þriðjudaginn fundust ætluð fíkniefni við húsleit og var einn aðili handtekinn í framhaldi því. Viðkomandi var látinn laus eftir að rannsókn málsins lauk og telst málið upplýst. Í gærmorgun var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og hafði fíkniefni meðferðis, ætluð til eigin neyslu.

Þá komu tvö fíkniefnamál til kasta Lögreglunnar fyrir síðustu helgi. Einn aðili var, laust fyrir miðnætti föstudagskvölds, handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá fundust á honum ætluð fíkniefni. Á Facebook-síðu Lögreglunnar voru tveir aðilar síðar um nóttina handteknir grunaðir um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Við húsleit fundust ætluð fíkniefni og gistu mennirnir fangageymslur lögreglu á meðan á rannsókn málsins stóð yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir