Frá Samráðshópi um áfallahjálp í Skagafirði

Í Samráðshóp um áfallahjálp í Skagafirði sitja fulltrúar Rauða Krossins, þjóðkirkju, sveitafélagsins Skagafjarðar, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks, skólasamfélagsins, starfsfólks velferðarþjónustu og allra viðbragðsaðila fyrir mikla og óeigingjarna vinnu. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkennist af samstöðu, þolinmæði og æðruleysi. 

Þetta eru undarlegir tímar og við finnum það núna meira en oft áður hvað það er gott að finna samfélagið standa saman. Margir eru í sóttkví, einangrun eða sjálfskipaðri sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Athygli er vakin á því að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat geta haft samband við afgreiðslu Ráðhússins 455-6000 og óskað eftir símtali. Félagsráðgjafi mun hafa samband og aðstoða eftir þörfum meðan á samkomubanni vegna COVID-19 stendur.  

Þau sem eru sérstaklega áhyggjufull eða kvíðin vegna COVID-19 geta fengið símaviðtal við sálfræðing í gegnum heilsugæslustöðvarnar s. 432-4200. 

Mikið álag getur skapast þar sem foreldrar eru heima að vinna. Við hvetjum alla til að vera vakandi fyrir líðan fólksins í kringum okkur og einnig að það þurfa allir að passa upp á tímann sinn. Mikilvægt að hugað sé að þörfum barna og þau upplifi öryggi og ást á þessum erfiðu tímum. 

Fulltrúar hópsins bjóða upp á samtal og sálgæslu og viljum við hvetja ykkur til að hafa samband.  Hér að neðan eru símanúmer og/eða netföng einstakra stofnana eða fulltrúa þeirra sem velkomið er að hringja í: 

Hjálparsími Rauða Krossins - 1717 

Rauði Krossinn - s. 899-2717, netfang: halla.stefansdottir@kirkjan.issolborg@skagafjordur.is 

Þjóðkirkjan – s. 862-4123, netfang: dalla.thordardottir@kirkjan.is 

Þjóðkirkjan – s. 862-8293, netfang: sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is 

Lögreglan á Norðurlandi Vestra - 444-0700, 853-1436, netfang: peturb@logreglan.is 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki  s. 432-4200, netfang: elin.ardis.bjornsdottir@hsn.is, iris.sveinbjornsdottir@hsn.is 

Sveitarfélagið Skagafjörður - 455-6000, netfang: skagafjordur@skagafjordur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir