GróLind heldur fundi í dag í Víðihlíð og Miðgarði

Frá fundi á Hólmavík. Mynd af FB.
Frá fundi á Hólmavík. Mynd af FB.

Þessa dagana eru starfsmenn Landgræðslunnar á ferð um landið og bjóða öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfunda um verkefnið GróLind – mat og vöktun á gróður og jarðvegsauðlindum Íslands. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra í dag - fimmtudaginn 21. mars. Sá fyrri hefst klukkan 14 og haldinn í Víðihlíð í V-Húnavatnssýslu en kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Nú heldur GróLind kynningar- og samráðsfundi um land allt þar sem verkefnið er kynnt og kallað eftir hugmyndum og athugasemdum um framkvæmd og þróun þess. Vonast starfsfólk Landgræðslunnar til að heimafólk sjái sér fært að mæta og taka þátt í þróun verkefnisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir