Guðrún og Sigríður Eddý kveðja Húnaskóla

Þær Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir láta af störfum vegna aldurs við skólalok Húnaskóla en þær hafa báðar unnið við skóla í Austur-Húnavatnssýslu til fjölda ára.

Á heimasíðu skólans kemur fram að Guðrún hafi starfað fyrst 1982-1986 og svo frá 1999 til dagsins í dag sem skólaliði, stuðningsfulltrúi og verkgreinakennari á Húnavöllum en síðasta starfsárið starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Sigríður hóf störf sem kennari við Grunnskólann á Blönduósi árið 1997 sem síðar breyttist svo í Blönduskóla og núna síðasta starfsárið kenndi hún í nýja skólanum, Húnaskóla sem varð til við sameiningu Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps.

Á heimasíðu skólans er þeim Guðrúnu og Sigríði þakkað fyrir gott samstarf og þeim óskað velfarnaðar á öðrum vígstöðvum.

Fleiri fréttir