Gul viðvörun í gangi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun  vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á morgun.

Búist er við hríð eða stórhríð á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra í fyrramálið 31. des. Norðan stormur með vindhraða á bilinu 18-25 m/s og mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 30 m/s, einna hvassast á Ströndum. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Ekki verður þessi hvellur langdreginn því það á að draga úr vindi og úrkomu eftir hádegi á morgun og á miðnætti ætti að vera þokkalegt veður til að skjóta upp flugeldum og kveðja árið að gömlum sið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir