Hólabraut 11 valið Jólahús ársins 2018 af lesendum Húnahornsins

Húsið á Hólabraut 11. Mynd: Húni.is.
Húsið á Hólabraut 11. Mynd: Húni.is.
Húnahornið stóð að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi meðal lesenda sinna og var þetta 17. árið sem svo er gert eða allt frá árinu 2001. Þátttaka í leiknum var góð og fengu níu hús tilnefningu.
 
Fyrir valinu varð að þessu sinni sem Jólahús ársins 2018 á Blönduósi varð húsið að Hólabraut 11.  Um það segir á Húni.is. „Húsið og garðurinn er fallega skreytt jólaljósum og sannarlega vel að þessari viðurkenningu komið. Eigendur hússins eru Elmar Sveinsson og Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem hús við Hólabraut fær þessa viðurkenningu.
Í umsögðnum sem húsið fékk segir meðal annars:
„Glæsileg skreyting, sérstaklega í trjánum.“

„Skemmtilega skreytt, falleg ljós.“
„Hóflega og fallega skreytt, hús og garður.“
„Jólalega skreytt og fallegt.“
„Virkilega fallega skreytt.“

Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Hólabraut 11, voru Húnabraut 25, Brekkubyggð 21 og 25, Urðarbraut 1 og Hlíðarbraut 8.

Feykir óskar íbúum Hólabrautar 11 til hamingju.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir