Húnavatnshreppur auglýsir tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa

Húnavatnshreppur hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi við Þrístapa í landi Sveinsstaða í Húnavatnshreppi. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Meginforsendur deiliskipulagsins eru allar í samræmi við Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010–2022. 

Deiliskipulagssvæðið er í landi Sveinsstaða og nær það yfir svæðið umhverfis Þrístapa ásamt fyrirhuguðu bílastæði við þjóðveg nr. 1 og fyrirhugaða gönguleið þar á milli sem verður um 200 m að lengd. Heildarstærð skipulagssvæðisins er um 3.2 hektarar.

Tillagan liggur frammi til kynningar til 21. maí næstkomandi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi og einnig á skrifstofu Húnavatnshrepps að Húnavöllum.

Einnig er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu Húnavatnshrepps, http://www.hunavatnshreppur.is.   

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 21. maí næstkomandi til skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Tillöguna má lesa hér.

Fleiri fréttir