Hvað viltu að sveitarfélagið þitt heiti? Húnabyggð eða Hegranesþing?
Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ákveðið hvaða heiti verði lögð fyrir íbúa í ráðgefandi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningum. Nýjar sveitarstjórnir taka ákvörðun um heiti í upphafi nýs kjörtímabils.
Húnvetningar munu velja milli
- Blöndubyggð
- Húnabyggð
- Húnavatnsbyggð
Skagfirðingar munu velja milli
- Hegranesþing
- Sveitarfélagið Skagafjörður
- Skagafjörður
Samkvæmt tilkynningu frá Ragnari Róbertssyni hjá RR ráðgjöf, sem leiddi sameiningarviðræður sveitarfélaganna, er von á frekari fréttum með nánari skýringum síðar í dag eða í fyrramálið.