Íbúðarhúsnæði í byggingu í fyrsta sinn í rúm tíu ár
Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar, sem fram fór í gær, var byggingarleyfi samþykkt af hálfu nefndarinnar fyrir einbýlishúsi og bílskúr við Sunnubraut 9 á Blönduósi.
Húsið er fyrsta einbýlishúsið sem byggt er á Blönduósi í rúm tíu ár. Framkvæmdir eru hafnar við grunn hússins.
Þónokkrum lóðum hefur verið úthlutað það sem af er ári og eru nokkur íbúðarhúsnæði í byggingu á svæðinu ásamt iðnaðarhúsnæði.
/Lee Ann