Jólabasar í Skagabúð
Jólabasar kvenfélagsins Heklu verður haldinn í Skagabúð sunnudaginn 2. desember kl. 14-17. Þar verður ýmislegt til sölu, s.s. jólakort og pappír, gott úrval af heimaunninni vöru og handverki. Heitt súkkulaði og meðlæti selt á 1.000 kr. fyrir eldri en 12 ára, 500 kr. fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.
Hægt er að panta söluborð hjá Árnýju í síma 452 2745, stórt borð kostar 2.000 kr. og lítið borð 1.500 kr.
„Verið hjartanlega velkomin að eiga með okkur notalega aðventustund,“ segir í tilkynningu frá Kvenfélaginu Heklu í Skagabyggð og benda á að ekki sé tekið við greiðslukortum.