Jólalag dagsins - Á Norðurpólinn

Jólalag dagsins varð á vegi undirritaðs á lendum Fésbókar. Þar er á ferðinni Hljómsveitin Smóking sem gefur sig út fyrir að vera hress hljómsveit með fjölbreytt lagaval, snyrtilegan klæðaburð og mikið stuð á þeim viðburðum sem leikið er á.

Hljómsveitin Smóking og jólasveinninn sameina krafta sína í jólalagi hljómsveitarinnar í ár, Á Norðurpólinn, og þar er sannarlega stuð og hressileiki  Þegar slegið er inn símanúmer sveitarinnar á Já.is kemur upp nafn Friðriks Halldórs Brynjólfssonar, viðskiptafræðings og tónlistarmanns á Bólstað 1, 541 Blönduósi (dreifbýli). Endilega kíkið á þessa hljómsveit HÉR. Gleðileg jól, segjum við bara!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir